JÓLALEIKRIT
Leikritið JÓLAKÖTTURINN & DULARFULLA KISTAN er skemmtileg jólasýning sem færir börn og fullorðna inn í heim fullan af ævintýrum, gleði og spennu. Sýningin hentar vel fyrir leik- og grunnskóla eða á jólaskemmtanir hjá fyrirtækjum.
Í sýningunni mætir Jólakötturinn sjálfur á svæðið með dularfullu kistuna sína. Hann byrjar að segja börnunum fallega jólasögu en brátt kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. Undarlegar raddir og óhljóð heyrast úr kistunni og Jólakötturinn fer að ókyrrast. Í ljós kemur að Jólakötturinn hefur framið prakkarastrik í Grýluhelli með þeim afleiðingum allir í hellinum missa jólagleðina og jólunum það árið er aflýst.
Nú er Jólakötturinn fullur iðrunar og vill gera allt sem í hans valdi stendur til að bjarga jólunum. Með hjálp barnanna þróast sagan í rétta átt og saman reyna þau að færa hinn sanna jólaanda aftur í Grýluhelli.
Leikritið er einstök upplifun sem blandar saman frumsamdri tónlist, brúðum og litríkum töfrabrögðum. Börnin taka virkan þátt úr sætum sínum og skapa þannig ógleymanlega skemmtun fyrir alla aldurshópa.
Lengd leikverksins er 25 mínútur.
BÚNINGALEIGA
Hvort sem þú ert að skipuleggja fjölskylduboð, jólaball, leynivinaleik í vinnunni eða vilt gleðja börnin með óvæntri heimsókn. Þá eru jólasveinabúningarnir frá Jólakettinum fullkomin lausn. Í jólapokanum færðu allt sem þarf til að umbreytast í hinn fullkomna jólasvein: jakka, buxur, húfu, belti og veglegt skegg. Það eina sem þú þarft að gera er að panta og við komum með búninginn til þín.
Til að fullkomna upplifunina getur þú einnig pantað nammipoka sem fylgir með búningnum og sparað þér sporin. Láttu Jólaköttinn vita hversu marga nammipoka þú þarft og hann sér til þess að allt sé tilbúið fyrir jólafjörið.
Athugið, til að byrja með verður þessi þjónusta aðeins innan höfuðborgarsvæðisins.